mánudagur, apríl 10, 2006

Smá um undirbúninginn

Þegar þetta er skrifað þá hefur drjúgur undirbúningur átt sér stað. Komin er dagsetning á afhendingu bátsins og búið að panta flug til Parísar. Búið er að útvega kort og bækur af þeim svæðum sem ráðgert er að fara um, stinga út leiðir, velja hafnir og varahafnir. Verið er að kanna með að fá björgunargalla lánaða og lítur vel út með það mál. Þá erum við að vinna að fjarskiptamálum en ákveðið hefur verið að gervihnattarsími verði með í för. Ýmislegt fleira er í vinnslu en því verða gerð skil síðar.

Þegar haldið er í ferðalag af þessu tagi þá er betra að hafa einhverja hugmynd um hvað maður er að gera. Birgir tók pungaprófið af þessu tilefni og Arnar ætlar að taka yachtmaster offshore/ocean á næstunni. sjálfur er ég með pungapróf og yachtmaster offshore þannig að ef við klúðrum einhverju þá höfum við heldur lítið til að afsaka okkur með...!

Nóg í bili...
Haraldur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home