þriðjudagur, apríl 11, 2006

Þá er bara að byrja að blogga

Jæja þá er búið að koma upp þessari blogg síðu - Halli á heiðurinn af því. Nú er bara að dreifa þessum link á vini og vandamenn og allra þeirra sem vilja fylgjast með þessu ferðalagi okkar. Síðan verður uppfærð á meðan ferð stendur og hér verður því auðveldast að fylgjast með hvernig ferðinni miðar áfram.

Núna er hins vegar verið að vinna að undirbúningi á fullu. Við erum að klára að ganga frá ferðaplaninu - búnir að stilla upp 3 mismunandi leiðum fram hjá Írlandi og síðan veltur þetta á veðri og vindum hvaða leið verður farin. Annað sem þarf að huga að er, öryggismál - tryggja að öryggi báts og áhafnar verði fullnægjandi, skráning á bátnum, tryggingar, hvaða búnaður þarf að vera um borð - bæði fyrir bát og mannskap, matur - hvað á að borða á leiðinni, hvaða bækur þarf mannskapurinn að lesa fyrir ferðina, hvaða bækur þarf að hafa um borð, fjarskipi - samskipti okkar við umheimin á meðan á ferð stendur, fjárhagsáætlun - passa að kostnaður fari ekki upp úr öllu valdi, veðurspá - hvar/hvernig er best að ná í upplýsingar um veður á meðan ferð stendur o.s.frv. Það er sum sagt í mörgu að snúast fyrir svona ferð.

....þangað til næst kveðja
Biggi

3 Comments:

At 4:03 e.h., Blogger Magnea said...

Já ekki seinna vænna. Það er margt að hugsa um fyrir svona ferð. Hvað á að borða á leiðinni og hvað á að borða á leiðinni og muna hringja reglulega heim ;)
Gangi ykkur vel með þetta.
Bestu kveðjur
Magnea

 
At 4:03 e.h., Blogger Magnea said...

Já ekki seinna vænna. Það er margt að hugsa um fyrir svona ferð. Hvað á að borða á leiðinni og hvað á að borða á leiðinni og muna hringja reglulega heim ;)
Gangi ykkur vel með þetta.
Bestu kveðjur
Magnea

 
At 4:06 e.h., Blogger Magnea said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home