fimmtudagur, apríl 13, 2006

Google earth/maps - til að fylgjast með...

Nú segir það fólki e.t.v. ekki mikið að telja upp einhverja staði i útlöndum, eða tala um fjarlægðir á milli þeirra. Snilldarverkið Google earth býður upp á frábæra leið til að skoða fjarlægar slóðir án fyrirhafnar. Þetta er ókeypis forrit sem gefur kost á að skoða nánast allan heiminn á samsettum gervihnattamyndum, oft í ótrúlega góðri upplausn. Auk þess er hægt að finna ýmsar upplýsingar s.s. götukort, merkilega staði og jafnvel veitingahús. Þá sýnir bendill staðsetningu í lengd og breidd sem er áhugavert fyrir marga. Ég hef m.a. notað þetta til að skoða staðsetningu hafna, strandlengjur og margt fleira á fyrirhugaðri siglingarleið.

Annar möguleiki er að skoða sams konar myndir á google maps, en þar vantar flesta þá möguleika sem forritið býr yfir. Þessi leið er þó mun léttari í keyrslu á eldri tölvum.

Allir að ná sér í google earth :-)
Haraldur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home