Allar leiðir jafn langar
Jamm, nú erum við búnir að setja upp fjórar leiðir og það skondna er að þær eru nánast jafn langar, aðeins munar fáeinum tugum mílna á þeirri lengstu og þeirri skemmstu. Þetta eru sem sagt rétt um 1450 sjómílur, sama hvort farið er austan eða vestanvert við Írlandshaf, eða vestan við Írland. Þá munar einnig sáralitlu hvort lagt er í haf til Íslands við Sunnanvert Írland (Valentia) eða um miðbik þess (Broad Haven). Hins vegar munar um 140 mílum á lokaleggnum eftir því hvor leiðin er valin.
Skipulagning hér heima er að komast á lokastig og aðeins eftir að hnýta endanlega nokkra lausa enda. Síðan er spurningin hvaða uppákomur bíða okkar þegar út verður komið og hve langan tíma tekur að græja bátinn og komast af stað...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home