þriðjudagur, apríl 18, 2006

Back to business!

Jæja þá er páskafríið búið og næsta milestone er bara siglingin sjálf. Ég var í sumarbústað um páskana og afrekaði að lesa The RYA Book of the International Certificate of Competence og síðan hef ég líka verið að glugga í ævisögu Sir Peter Blake ... alveg magnaður caracter.

Ég er byrjaður að dreifa þessum link á vini og vandamenn til þess að þeir geti fylgst með siglingunni þegar hún hefst. Ef það hefur ekki enn komið fram þá er ætlunin að fljúga til France þann 8. maí og taka við bátnum þann níunda og sigla síðan af stað þegar allt er klárt ... sem ætti að geta verið nokkrum dögum seinna ef allt gengur upp skv. áætlun.

Eins og Haraldur talar um erum við búnir að stinga út nokkrar mismunandi leiðir og síðan þegar við verðum komnir til Scilly eyja þá munum við ákveða hvaða leið við veljum. Þar munu veður og vindar væntanlega ráða mestu. Við vorum í London um daginn og keyptum þar slatta af sjókortum og einnig fann Arnar bók frá Imray sem heitir Sailing Catalog 2006 ef ég man rétt. Þetta er magnað kvikindi og hefur nýst ótrúlega vel við undirbúning ferðarinnar. Þarna eru vel flestar ef ekki bara allar navigation upplýsingar sem maður þarf fyrir svona túr. Við mælum með þessu!

kveðja,
Biggi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home