miðvikudagur, apríl 19, 2006

Frá því fyrir tíma GPS og gervihnattasíma...


Um galdrastaf þennan segir einnig samkvæmt annarri heimild:

Ber staf þennan í millum brjósta þér þá þú ferðast og munt þú trauðla villast, hvorki í roki né vonskuveðrum. Eins munt þú ávallt rata þó á ókunna slóð farir. Þú gifturíka ferð munt gjöra. Þér ferðin gagnast vel og þú góðrar heimkomu njóta.

Datt bara sisvona í hug að kannski ætti þetta heima hér...

Haraldur

1 Comments:

At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að fá mér svona.

 

Skrifa ummæli

<< Home