Góða ferð strákar!
Ég má til með að henda inn einu bloggi (þó svo að ég sé búin að yfirgefa ykkur). Frábært að heyra að það sé maður á leiðinni til ykkar til þess að taka stóra legginn. Þið hefðuð náttúrulega alveg klárað þetta tveir en það hefði kannsi orðið lítið um svefn en með þriðja mann þá ættu allir að geta sofið eitthvað og vonandi verður þetta ekki beiting alla leið heim líka - það er alveg komin nóg beiting í bili(ca. 450 mílur á beitingu er alveg nóg). Ég fer til CapeTown á morgun í þessa vinnuferð mína (sem ekki var hægt að fresta)og kem því til með að fylgjast með ykkur þaðan. Læt fylgja með þessu bloggi síðustu myndina sem tekin var á mína myndavél. Þarna erum við að sigla í Ermasundinu og undirritaður að stýra þar sem sjálfstýringin var bögguð. Þið takið þetta strákar - good sailing!
Kv, Biggi
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home