mánudagur, maí 22, 2006

Í Brest

Það var ekki laust við við vektum athygli í gær þegar við brunuðum inn í haugabrælu undir skær-appelsínugulum stormseglum, enda vorum við myndaðir í bak og fyrir. Eftir að loks hafði tekist að leggja upp að og binda bátinn með sam-evrópsku átaki (a.m.k. átta manns frá 3 eða 4 löndum) rigndi yfir okkur spurningum s.s:

You come from sea now, how much wind? Up to 43 knots (slagar í 9 vindstig). OOOuuuhhh, how big waves? About 3 meters- but constantly going bigger (þau hefðu reyndar trúað öllu varðandi ölduhæðina :-).
So where do you come from and where are you going. Iceland!?... (Það orsakar smá rugling að báturinn skuli vera undir bresku flaggi en með íslenskri áhöfn.)

Siðan var skipst á nýjustu veðurupplýsingum og spjallað um hitt og þetta tengt ferðaðaætlunum sem voru farnar í vaskinn sökum brælu (við erum sko ekkert einsdæmi á þessum slóðum þessa daganna) en loks létu menn undan síga fyrir særokinu, kvöddust og þökkuðu fyrir sig og hurfu niður í bátana sína.

Rokið hélt áfram í nótt og varð mönnum ekkert sérstaklega svefnsamt. Það á hins vegar eithvað að lægja í dag þannig að bát og búnaði ætti loks að vera orðið alveg óhætt.

Þó ekki sé búið að sigla bátnum nema hingað til Brest, er búið að taka alveg fjári hressilega á honum og verður að segjast að hann stendur sannarlega undir væntingum. Sjálfstýringin (þessi bilaða, munið þið #:-( er algert undratæki og stýrir alveg listilega við allar aðstæður enda höfum við varla snert á stýri síðan við lögðum af stað. Stormseglin fá líka fína einkunn eftir þessa fyrstu prufu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home