sunnudagur, maí 21, 2006

Komnir til Brest!

Jæja Haraldur hringdi áðan og þá voru þeir komnir til Brest. Það datt í logn hjá þeim í gær og þá drifu þeir sig af stað. Þeir voru um 13 tíma á leiðinni og voru komnir með nokkuð stífan vind í bakið í lokin. En þeir fengu góða aðstoð við að binda bátinn og það veitti ekki af skildist mér.

Nú er haugasjór á Ermasundi núna og þeir ætla bara fara og skoða aðstæður og athuga hvort þeir finni ekki Netkaffi og svoleiðis og þá koma fréttir frá þeim beint og þá kannski myndir líka :)

Bestu kveðjur
Magnea

1 Comments:

At 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki búið að gefa skútunni nafn?

Maggi Ara

 

Skrifa ummæli

<< Home