fimmtudagur, júní 08, 2006

Frá lokaleggnum

Á leiðinni frá Írlandi náðum við að halda nánast þráðbeinni stefnu ef undan er skilinn kafli þar sem við lentum í stífum mótvindi og leiðinda öldu sem töfðu okkur um a.m.k. 12 tíma. Á annars þráðbeinum ferli má sjá kafla með zigzag munstri en meðfylgjandi myndir skýra þetta betur. Ferillinn á eftir bátnum er 250 sjómílna langur og neðst í horninu má sjá í Írland.


og þegar nánar er skoðað...


Í blíðunni sem síðan gerði eftir þetta leiðindaveður, var tækifærið notað til að fara upp í mastur og lagfæra ókláran spotta og þá gafst undirrituðum kjörið tækifæri til að skoða farkostinn frá nýju sjónarhorni... :-)


Gott í bili...
Haraldur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home