sunnudagur, júní 04, 2006

Komnir til hafnar heilu og höldnu

Um kl 0100 síðastliðna nótt lögðumst við loks að bryggju. Eftir að tollayfirvöld og útlendingastofnun höfðu lokið sér af stigu nokkrir ættingjar og vinir og áhafnar um borð, skoðuðu farkostinn hátt og lágt og svo var slegið upp smá veislu.

Það er hálf óraunverulegt að vera allt í einu bara kominn heim og hafa aðgang að öllum þægindum eins og að sofa í rúmi og geta farið í sturtu þegar manni sýnist svo. Maður verður sennilega nokkra daga að skipta um lífsstíl á ný :-)

Báturinn liggur við Brokeyjarbryggjuna og er auðþekktur m.a. á því að hann ber enskt flagg og íslenskt gestaflagg, enda er hann sökum óendanlegrar kerfisvisku siglingastofnunnar, skráður í Bretlandi...

Þegar við verðum búnir að sofa og koma smá skikki á draslið okkar munum við setja inn fleiri myndir og meiri umfjöllun, sérstaklega um lokalegg ferðarinnar þ.e. frá Írlandi hingað heim.

Það hefur verið sérlega gaman að fylgjast með hve vel þessi síða hefur verið sótt af gestum. Því vil ég nota tækifærið og þakka lesendum okkar og þeim sendu inn komment eða skrifuðu í gestabókina. Það er alltaf gaman að svoleiðis og sérstaklega þegar maður er langt í burtu og aðstæður kannski ekki eins og maður hefði kosið.

Takk fyrir okkur :-)
Haraldur

4 Comments:

At 1:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomnir heim!

maggi ara

 
At 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomnir og til hamingju Arnar með glæsilega skútu.

Birgir Ari

 
At 5:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju med thetta strakar. Thetta hafdist ad lokum.

Kvjedja fra Sudur Afriku,
Biggi

 
At 8:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomnir heim.

Kveðjur
Stefán Már og María

 

Skrifa ummæli

<< Home