föstudagur, júní 02, 2006

Stórsjónum á .....Staðsetning kl. 21:00 N 60°44'5 og V17°38'7

Í gærkvöldi voru þeir búnir að undirbúa sig fyrir leiðindarveður og það var farið að hvessa svolítið hjá þeim, en samkvæmt veðurspá á ekki að vera meiri vindur en 6 vindstig. Þeir voru búnir að setja upp fínu appelsínugulu stormseglin til að nýta þennan vind sem best :)

Ég var því miður ekki í tölvusambandi í gærkvöldi og því kom þetta ekki fyrr. Ég vona að ég heyri frá þeim núna fyrir hádegi og þá kemur ný staðsetning og væntanlega tímasetning á heimkomu :)

Bestu kveðjur
Magnea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home