miðvikudagur, maí 31, 2006

Stolt siglir fleyið mitt.....Staðsetning; N 58°41'4 og V14°31'9

Skútan líður áfram í nokkuð sterkum hliðarvindi. Vindurinn jókst aðeins og því rifuðu þeir um "tvo eitthvað", á eftir að læra þetta mál alveg :) Samt halda þeir um 8 mílna hraða.

Það voru hressir strákar sem hringdu áðan með staðsetningu og til að fá upplýsingar um veður, auðheyrilegt að þeir eru að skemmta sér konunglega. Með þessu áframhaldi ættu þeir að ná Reykjavíkurhöfn á föstudagskvöldið. Ennnnn við eigum eftir að sjá þessar veðurspár fara eftir ;)

Stig biður innilega að heilsa elskunni sinni :)

Bestu kveðjur
Magnea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home