sunnudagur, maí 28, 2006

Kort af Írlandi og Bretlandi.Hérna er kort sem sýnir aðeins staðsetningu. Neðst sést hvar Brest er þar sem þeir bíðu í smá tíma til að komast yfir Ermasundið. Síðan stoppuðu þeir í Wales, (nálægt Swansea). Þar fór Birgir í land og Arnar og Haraldur héldu áfram og komu í land nálægt Dublin. Síðan héldu þeir til Bangor sem er nálægt Belfast og þar koma Stig um borð.

Þeir eru lagðir af stað þaðan og ætla nýta sér norðurstraum til að komast enn norðar á Írlandi og koma aðeins í land í Ballycastle sem er eiginlega nyrst á Írlandi. Bíða af sér suðurstrauminn og versla og svoleiðis og nýta svo norðurstrauminn aftur á morgun og leggja í hann.

Bestu kveðjur
Magnea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home