sunnudagur, maí 28, 2006

Aftur orðnir þrír og að leggja í hann

Þá erum við aftur ornir þrír um borð og ákveðnir í að drífa okkur af stað. Í dag bættist hann Stígur í hópinn. Stefnan verður tekin til Ballycastle í nótt til að nota meðstraum. Þar ætlum við að taka olíu og bíða af okkur óhagstðan straum. Þaðan verður stefnan svo tekin á haf út, í veg fyrir það sem virðist ætla að verða hagstæður vindur, bæði í stefnu og styrk.

Smá tæknilegir örugleikar virtust vera að herja á plotterinn um borð en það leystist með svona 'púffi' aðeins þurfti að eyða einu plotti út úr djöfsa og hann hætti að frjósa og kom með villumeldingar. Svona er nú tæknin!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home