þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hvernig á maður að nesta sig?

Eitt af því sem við þurfum að ákveða á næstunni er hvernig og hve mikinn mat við tökum um borð í La Rochelle. Framan af leiðinni munum við væntanlega geta hvílt okkur á skipskexinu og komist í land til að éta a.m.k. annan hvern dag. Síðan þurfum við að hafa eitthvað hentugt sem dugar fyrir okkur þrjá í svona 10-15 daga.

Hafið þið einhverjar tillögur???
Haraldur

4 Comments:

At 1:21 e.h., Blogger Haraldur said...

Súkkulaði er fínt - við gætum kannski keypt óseldan lager af páskaeggjum. Örugglega hægt að fá þau á fínum prís núna.

Ég held að við verðum að finna ökkur eitthvað aðeins meira en súkkulaði!

 
At 2:18 f.h., Blogger Svava said...

SPAM, SPAM, SPAM, SPAM, sausage, eggs and SPAM

 
At 2:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maður brennir miklu á svona ferð.
Ávexti og orkuríkan mat sem fljótlegt er að hafa til s.s. beikon, pylsur, egg. Einnig ýmis dósa og pakkamatur. Ef þið nennið að sjóða pasta, þá má nota allan andsk... útí, ýmislegt gúrmeti beint úr dós.
... svo náttúrulega Swiss Miss og Stroh!!

 
At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Besta liðið keppti í ommelettugerð. Egg, mikð af þeim, beikon mikið af því, og ýmislegt annað.
Maður brennir óhemju af hitaeiningum þegar maður er stanslaust á hreifingu.
Þeir sem eru að keppa í Volvo Ocean Race eru að innbyrða um 7000 hitaeiningar á sólarhring og grennast samt á leiðinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home