fimmtudagur, maí 04, 2006

Brennivín og ...?

Fyrir nokkru komumst við í samband við mann í La Rochelle sem hefur reynst okkur mikil hjálparhella. Frakka eins og þennan, sem talar ensku, er skipulagður og gengur hratt og örugglega til verks má samkvæmt reynslu Arnars, telja á fingrum annarar handar. Hlutdeild þeirra í þeim frakkahópi sem hann hefur til þessa haft samskipti við, hefur a.m.k. verið lág.

Okkur langar til að færa kalli eitthvað lítilræði fyrir alla aðstoðina. Íslenskt Brennivín er að sjálfsögðu á listanum en svo er spurning hvort við eigum nokkuð að vera að hrella hann með meiri íslenskum menningararfi...!

Þá stendur eftir spurningin:
Hvað á að færa einhverjum sem maður veit ekkert um og er þar að auki verið að bjóða upp á SVARTADAUÐA???

Haraldur

1 Comments:

At 11:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég veit ekki mikið um Frakka, nema merkilegt nokk, þeir sem heimsóttu Brokey fannst flatkökur með hangikjöti hinn besti matur.

 

Skrifa ummæli

<< Home