Öryggismálin
Eitt af megin áhersluatriðunum við skipulagningu þessa leiðangurs eru öryggismálin, enda er yfir úthaf að fara. Allur hefðbundinn öryggisbúnaður verður um borð s.s. líflínur, björgunarbátur, blys, VHF talstöð, stormsegl og rekakkeri. Þessu til viðbótar koma vönduð siglingatæki ásamt auka GPS tæki. Til að fjarskiptin verði í sem bestu lagi verður einnig gervihnattarsími um borð.
Frá upphafi stefndum við að því að hafa björgunarflotgalla með í för, enda hafa þeir margsannað gildi sitt við afleitar aðstæður. Vegna þessa höfðum við samband við höfðingjana hjá Slysavarnarskóla sjómanna (Sæbjörgina), sem tóku erindi okkar sérlega vel og voru til í að lána okkur þrjá galla meðan á túrnum stæði. Færum við þeim okkar bestu þakkir.
Haraldur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home