fimmtudagur, apríl 27, 2006

Rúm vika til stefnu

Já , nú er farið að styttast verulega í að hoppað verði út í djúpu laugina, en brottför er þann 8. maí. Flogið verður til Parísar og síðan tekin lest til La Rochelle. Daginn eftir verður báturinn svo afhentur nýjum eiganda, hann yfirfarin og síðan reynslusiglt með fulltrúum seljanda. Síðan má gera ráð fyrir 2-3 dögum í snatt og reddingar áður en við síðan endanlega leggjum af stað með hann heim. Við höfum all rúman tíma en þurfum samt að vera komnir aftur til Reykjavíkur fyrir hádegi þann 10. júní.

Það er smá saman að renna upp fyrir undirrituðum að þetta er að verða að raunveruleika og viss spenningur er farin að gera vart við sig...

Haraldur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home