Staðsetning um miðjan dag 17. maí
Strákarnir voru komnir að höfn nr. 2 um miðjan dag í gær og stefndu á að vera komnir að höfn 3, Audierne um miðjan dag í dag. Sjá kort.
Svo fer það eftir veðurspá í dag hvernig framhaldið verður. Það er einhver bræla á svæðinu enn þeir voru að vona að það yrði gengið yfir þegar þeir ná Audierne og þá gætu þeir haldið beint áfram.
Ég átti að merkja staðsetninguna inn á kort og pósta hér inn en Google earth var ekki að hlýða mér almennilega í gærkvöldi. Fæ betri leiðbeiningar í dag og kem þá inn korti með nákvæmari staðsetningu.
Enn þeir voru bara kátir og nutu þess að sigla að vísu í mótvindi og akkúrat þegar ég heyrði í þeim sigldu þeir með vélarafli með nefið beint upp í vestan átt :)
Bestu kveðjur
Magnea
1 Comments:
Ég færi ykkur kærar kveðjur frá öllum hjá Skýrr. Við fylgjumst spennt með ferðalaginu. Góða ferð. Gangi ykkur vel.
-Stefán Hrafn Hagalín
Skrifa ummæli
<< Home