laugardagur, maí 13, 2006

Frágangur og undirbúningur í dag.

Strákarnir eyddu deginum í að undirbúa fleyið fyrir siglinguna. Það eru víst ótal handtök að standsetja svona nýjan bát. Enn planið er óbreytt, nýr mótor í sjálfstýringuna á að koma á þriðjudagsmorgun og þegar hann er komin á sinn stað leggja þeir í hann.

Enn á morgun ætla þeir í langa prufusiglingu og gista einhverstaðar á fallegum stað og koma síðan til LR á mánudagskvöld. Það er búið að benda þeim á fallega eyju suður af LR sem þeir voru að hugsa um að skoða.

Bestu kveðjur frá strákunum

Meiri fréttir annað kvöld.
Bestu kveðjur
Magnea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home