þriðjudagur, maí 16, 2006

Loksins, loksins lagðir af stað :)

Það voru reiðir og óþreyjufullir íslenskir karlmenn sem rífu bátinn með frekju af þessum fjandans Frökkum.

Frakkarnir komust það því að það var allt í lagi með þessa sjálfstýringu og töfin því óþörf. Strákarnir urðu því mjög reiðir þegar einn frakkinn kom og sagði þeim það. Þeir drífu sig því í að taka bátinn frá viðgerðarhöfninni til að ná á olíubryggjuna til að geta tekið olíu áður en olíusalan lokaði.

Þeir eru því lagðir af stað og stefna beint á Írland og ætla sér að sigla allan sólarhringinn, taka bara vaktir. Klukkan átta voru þeir bara rétt undan La Rochelle. Þeir hringja á morgun og láta vita nákvæma staðsetningu og þá mun ég setja niður punkt á kort og pósta það hérna inn. Svo fer það eftir veðurspá hvoru megin við Írland þeir sigla.

Bestu kveðjur
Magnea

2 Comments:

At 9:53 e.h., Anonymous Árný Björk & Ásta Rakel said...

Elsku pabbi (Birgir)og hinir sægarparnir!

Góða ferð og góða skemmtun. Vonandi gengur allt vel hjá ykkur.

kv. Árný Björk & Ásta Rakel

 
At 10:07 f.h., Anonymous Stefán Hrafn Hagalín said...

Góðan daginn!

Ætli það væri ekki þeim félögum að meinalausu ef við settum svona smáfrétt á vefsvæði Skýrr? Sjá hérna fyrir neðan?

Annað: Hvers synir eru þeir Birgir og Haraldur?

Kveðja,
-Stefán Hrafn

-----------

Starfsmaður Skýrr siglir yfir Atlantshafið

Arnar F. Jónsson (http://www.skyrr.is/um-skyrr/starfsfolk/allir-starfsmenn/persona/persona/9/1), ráðgjafi í Microsoft Dynamics-hópi Viðskiptalausna Skýrr (http://www.skyrr.is/vorur/microsoft-vidskiptalausnir/frettir) hefur fest kaup á seglskútu af gerðinni Dufour 34. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað Arnar er núna að sigla skútunni, ásamt félögum sínum Birgi og Haraldi, frá Frakklandi til Íslands. Nánar tiltekið sigla þremenningarnir frá La Rochelle, sem er á miðri vesturströnd Frakklands, upp með Írlandi og þaðan til Reykjavíkur. Alls eru þetta um 1600 sjómílur.

Starfsfólk Skýrr fylgist spennt með ferðalaginu á bloggsíðu félaganna, en hana er að finna á vefslóðinni larochellereykjavik.blogspot.com (http://larochellereykjavik.blogspot.com/).

Leiðir þremenninganna lágu saman vorið 2003 þegar þeir og fleiri mynduðu áhöfnina "synir fokkunnar "á secret-bátnum Sigurvon. Það sumar sigldu þeir við töluvert og tóku virkan þátt í þriðjudagskeppnum sem þá hétu svo. Vorið 2004 sigldi Birgir frá Reykjavík um Færeyjar til Skotlands ásamt tveimur öðrum á finnska bátnum Ninni. Skömmu síðar sigldu Arnar, Haraldur og fleiri hringinn kringum Ísland á 10 dögum, um það bil 930 sjómílur, en alls voru sigldar um 1150 sjómílur í þeirri ferð.

Þessu til viðbótar er töluverð reynsla af sjómennsku með í farteskinu. Þannig var Haraldur fjölmörg sumur á skaki á Sóma 800. Þá hefur Birgir reynslu af stærri skipum. Loks má geta þess að réttindamál áhafnar eru í góðu lagi. Arnar er að taka svokallað "Yachtmaster Ocean"-próf, Birgir er nýbúinn að taka pungapróf og Haraldur er með fullgilt pungapróf, vélaréttindi á smábáta að 300 hestöflum og Yachtmaster Offshore-próf.

 

Skrifa ummæli

<< Home