miðvikudagur, maí 10, 2006

Dagur 2 í La Rochelle

Eftir vægt áfall í gær að mæta á svæðið og báturinn algerlega óklár þá fengum við okkur reiðhjól á leigu og skoðuðum LaRochelle. Þetta er algjörlega frábær staður fyrir skútufólk. Hér eru tvær hafnir (gamla og nýja) og bátafjöldinn í þeiri nýju er 3500 stykki. Hér er lífið ekki saltfiskur heldur seglskútur þannig að hér er margt að skoða fyrir okkur.

Þegar við mættum til Cap Atlantic í gær þá kom í ljós að einhver stórkostlegur misskilningur hafði átt sér stað með dagsetningar og franski stjórinn þar sagði okkur strax að báturinn yrði ekki klár fyrr en eftir 3 vikur. Við vorum ekki alveg á þeim buxunum að samþykja það og sem betur fer er breti (Christofer) í vinnu hjá Cap Atlantic sem kann að láta hlutina gerast og hann fór strax í það að redda auka mannskap til að vinna í bátnum. Þegar við mættum í morgun að taka stoðuna hjá Cap Atlantic þá kom okkur þægilega á óvart að þeir voru komnir mun lengra en þeir sögðust geta gert í gær (t.d. voru þeir búnir að klára miðstoðina sem var í gærmorgun lágmark þriggja daga vinna). Í dag klukkan korter í fjögur var báturinn síðan sjósettur og mastrið sett upp. Þetta tók ekki nema cirka kroter.

Þetta er alveg gullfallegt skip. Þannig að ef vel gengur á morgun þá gætum við jafnvel flutt um borð annað kvöld. Þannig að við erum bara nokkuð bjartsýnir að báturinn gæti verið tilbúin til afendingar um helgina.

Þar sem þessi töf hefur orðið þá erum við að spá í að vera aðeins lengur hér í LaRochelle til þess að hafa aðgang að Cap Atlantic á meðan við erum að prufa bátinn og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Þegar allt er klár leggjum við í hann og þá lengjum við alla leggina og fækkum þeim stöðum sem við ætluðum upphaflega að stoppa á. Þannig vonumst við til með að geta vegið upp á móti þessu tímatapi sem við höfum orðið fyrir.

Við mætum á fund hjá Cap Atlantic í fyrramálið og fáum nýjustu fréttir um gang mála. Vonandi kemur það þægilega á óvart eins og í dag.

Thad fylgja ekki myndir med thessu bloggi en thad er verid ad vinna i theim malum...

kveðja frá stákunum í La Rochelle!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home