sunnudagur, maí 07, 2006

Klárað að pakka

Nú er verið að klára að pakka og við reynum að gleyma engu sem máli skiptir. Auðvitað verður eitthvað eftir en við reddum því þá bara þarna úti. Ég viktaði farangurinn sem kominn var í gærkvöldi og þá voru þetta um 15 kg en síðan hefur eithvað bæst við. Það stefnir því ekki í mikla yfirvikt hjá mér a.m.k. Varla þarf að taka fram að ekki er mikið af samkvæmisfatnaði með í þetta skiptið heldur er þetta einhvern veginn svona: hlífðarföt, flíspeisur, stígvél, flísbuxur, ullarsokkar, flís-vettlingar, ullarnærföt, flotgallar, svefnpokar o.s. frv. o.s.frv. Svo læðast þarna með einhverjar snyrtivörur, sólvörn, myndavélar og þess háttar.

Flugið er kl 7:40 í fyrramálið þannig að maður þarf að fara að ljúka þessu pakki og slappa af. Síðan sendum við inn skeyti strax og við getum eftir að út er komið.

Haraldur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home