mánudagur, maí 08, 2006

Komnir til La Rochelle

Þá eru þeir komnir á fyrsta áfangastað, frekar þreyttir og svangir því leiðin frá flugvellinum í París og í réttu lestina gekk ekki alveg áfallalaust, en sú hrakfallasaga kemur síðar þegar drengirnir finna netkaffihús.
Þeir eru sem sagt komnir til La Rochelle, búnir að koma sér fyrir á gististað og voru að fara finna sér eitthvað gott að borða.
Á morgun vita þeir meira um bátinn þegar Arnar á að fá hann afhentann.

Bestu kveðjur
Magnea

1 Comments:

At 9:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Haraldur
Mér gafst því miður ekki tækifæri til að kveðja þig og óska ykkur góðrar ferðar sl.föstudag. Geri það hér með; gangi ykkur vel og siglið fleyinu heilu heim.
Bestu siglingakveðjur, Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home