Fluttir um borð :)
Nýjustu fréttir af strákunum eru þær að þeir eru að koma sér fyrir um borð í skútunni og munu sofa þar í nótt. Búið er að fara í prufusiglingu og þá kom allt mjög vel út fyrir utan að mótorinn í sjálfstýringunni var ekki að virka sem skildi. Þeir hjá Cap Atlanta ætluðu að redda því í einum grænum en fengu rangan mótor senda og því er ekki hægt að laga það fyrr en á þriðjudagsmorgun. Þeir munu því eyða næstu dögum í að prófa bátinn vel og vandlega og vera tilbúnir að leggja í hann á þriðjudaginn og taka stefnuna á Írland með kannski einu stoppi í Frakklandi.
Prufusiglingin gekk víst mjög vel, skútan rann vel og þeir sigldu á tvöföldum þeim meðalhraða sem þeir reiknuðu fyrirfram að ná. Haraldur lýsti þessu þannig að það væri eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að sigla þessari skútu, allt lék í höndunum á þeim. Þeir voru sem sagt óskaplega kátir með þetta og ætluðu að fara gæða sér á frönsku rauðvíni og ostum.
Gervihnattasíminn er komin í gagnið og því er hægt að ná í þá í gegnum hann. Meðan þeir eru þar sem gsm samband er notar síminn gsm kerfið en um leið og þeir sigla út úr gsm sambandinu tekir gervihnattasambandið við. Þannig eru þeir alltaf í sambandi :)
Fyrir hönd strákanna
Bestu kveðjur
Magnea
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home