fimmtudagur, maí 11, 2006

La Rochelle - Reykjav�k

La Rochelle - Reykjav�k

Nú er allt saman að smella hjá okkur og Christofer ætlar aðafhenda okkur bátinn á morgun (þe. föstudag) og þá getum við flutt um borð. Síðan er ætlunin að fara í fyrstu reynslusiglinguna á laugardag. Þá kemur væntanlega í ljós hversu vel báturinn er uppsettur og hvort það er mikið sem þarf að stilla, laga og breyta. Planið okkar núna er síðan að fara í lengri prufusiglingu á sunnudag og mánudag hér eitthvert út í Biscay flóa til þess að ganga betur úr skugga um að báturinn sé í fullkomnu lagi. Ef eitthvað reynist ekki í lagi verðum við aftur hér í LaRochelle á þriðudag til þess að fá Chrisofer og Cap Atlantic til þess að redda því sem redda þarf, ella haldið beint heim á leið. Eftir það erum við lagðir af stað. Munum við fækka þeim viðkomustöðm sem við ætluðm okkur upphaflega að stoppa á. En leiðin breytist í sjálfu sér ekki neitt og ef eitthvað kemur upp á þá höfum við alltaf þessar hafnir upp á að hlaupa, sem voru í upprunalega planinu okkar.

Í raun erum við aðeins að upplifa 3. daga seinkun frá því sem við ráðgerðum og það má nú eiginlega telja allgott miðað við það að frakkalarfurinn taldi upphaflega að það væri e.t.v. hægt að ná þssu á 10 dögum...

Dagurinn í dag var frekar tíðndalítill, nema hvað það hvellsprekk á einu reiðjólinu og punkteraði á helvítis afturdekkinu á öðru. Við fórum í nokkrar sérverslanir í dag, en ein stóð uppúr. Það var koníaksbúðn. Þaðan fór enginn tómhentur út.

Við getum örugglega tekið að okkur fararstjórn hér í LaRochelle eða LR eins og heimamenn kalla þetta því við erum gjörsamlega búnir að skanna allan miðæin hátt og lágt bæð gangandi og hjólandi.

Nú sitjum við hér kl 21:20 úti undir berum himni með koníaksglas í annarri og skrifum þetta á ferðvél þar sem tölvurnar í netkaffinu eru með frönsk lyklaborð sem eru ekki eins og lyklaborð eru flest.
2 Comments:

At 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegur bátur! mjög flottur! Til lukku!

 
At 11:46 e.h., Anonymous Baldvin said...

Frábær bátur, lítur vel út. Biðjum að heilsa frökkunum. Það hlaut að vera breti, frakkar kunna ekki að redda neinu. Mig grunar að setningar eins og: Big problem! hafi heyrst í þeim. Þrjár vikur niður í þrjá daga er kraftaverk :D

 

Skrifa ummæli

<< Home