JÆJA...
Nú erum við að verða eins klárir til að fara og hægt er. Búið er að kaupa forláta þrýstipott, pönnu og ketil ásamt helling af mat sem hentar til svona ferðalaga, s.s. dósamat, beikonkurl, pasta, brauð sem geimist vel, súkkulaði og margt, margt fleira.
Búið er að reynslusigla bátnum um 50 sjómílur, leggjast við akkeri, setja upp belg og yfir höfuð prófa allt sem hægt er að prófa í þeim vindi sem hér hefur verið. Smá hnökrar hafa komið upp en ekkert stórvægilegt sem gæti seinkað enn fyrir okkur.
Belgurinn verðskuldar nokkur orð. Hann er þannig útbúinn að utan um hann er sokkur sem dreginn er upp til að opna belginn og niður til að loka honum. Skemmst er frá því að segja að þegar við vorum búnir að átta okkur á spottunum sem fylgja þessu systemi reyndist ekki meira mál að setja upp og fella belginn en að renna buxnaklauf upp og niður! Algjör snilld!!!
Í fyrramálið verður sprayhoodið sett upp og skipt um þetta gallaða sjálfsstýringarmótorhænsn, en til viðbótar þurfum við að fá hjá þeim eina fastblökk, sem reyndist ekki sem skildi (snýr öfugt). Síðan verður fyllt endanlega á olíutankana og lagt af stað strax og sjávarhæð leyfir.
Eins og fram hefur komið þá er meiningin að taka stefnuna beint til Írlands. Þar vitum við af islendingum á bát sem er einnig á leið til Íslands . Sá bátur er þessa stundina í Dublin að því að við vitum best og er að fikra sig milli hafna, norður eftir austurströnd Írlands. Meiningin er að hafa samband við hann á morgun og sjá hvernig honum hefur gengið (auðvitað erum við að hugsa um að reyna að ná honum eða vera á undan honum heim :-)
Myndir
baturinn ad innan
Myndn er tekin vid Ile de Aix. Tharna hentum vid ut akkeri og fengum okkur ad eta
Loggin synir 0.76 sjom. hrada en tharna lagum vid vid akkeri. Thetta er s.s. straumurinn