miðvikudagur, maí 31, 2006

Stolt siglir fleyið mitt.....



Staðsetning; N 58°41'4 og V14°31'9

Skútan líður áfram í nokkuð sterkum hliðarvindi. Vindurinn jókst aðeins og því rifuðu þeir um "tvo eitthvað", á eftir að læra þetta mál alveg :) Samt halda þeir um 8 mílna hraða.

Það voru hressir strákar sem hringdu áðan með staðsetningu og til að fá upplýsingar um veður, auðheyrilegt að þeir eru að skemmta sér konunglega. Með þessu áframhaldi ættu þeir að ná Reykjavíkurhöfn á föstudagskvöldið. Ennnnn við eigum eftir að sjá þessar veðurspár fara eftir ;)

Stig biður innilega að heilsa elskunni sinni :)

Bestu kveðjur
Magnea

Við Rockall



Staðsetning kl: 9:45 N57°27' V12°45'

Um klukkan 9:45 voru þeir að nálgast Rochall og reiknuðu með að vera beint norður af honum eftir um 5 tíma. Eru í stífum hliðarvindi og siglingin gengur vel.

Á kortinu sést vegalengdin sem þeir hafa siglt á síðustu 17 klukkustundunum.

Bestu kveðjur
Magnea

þriðjudagur, maí 30, 2006

Siglingin gengur ágætlega.



Staðsetning: N 55°57'9 og V 10°33'

Klukkan 16:20 sigldu þeir fyrir vélarafli og stefndu í norður. Vindurinn var einhvern veginn í allar áttir. Enn eftir að við höfðum rýnt í veðurspá og veðurkort á theyr.is þá sáum við að sunnan átt var bara rétt vestan við þá og þeir bara inni í lægðarmiðju. Þannig að þeir ætluðu bara stefna í þessa sunnan átt sem á að haldast og breytast aðeins í suðvestan átt og það er bara góður byr heim.

Þeir hringja aftur á morgun með nýja staðsetningu ;)

Bestu kveðjur
Magnea

mánudagur, maí 29, 2006

Loksins, loksins, loksins lagðir af stað yfir hafið.

Þeir lögðu loksins á stað og næsta stopp Reykjavík :)

Hér er myndir sem sýna staðsetningu þeirra kl 7:30 ísl. tíma. (N 55°33'9 og V07°22'6)




Bestu kveðjur
Magnea

sunnudagur, maí 28, 2006

Annað kort, til fá smá tilfinningu fyrir fjarlægðinni.

Kort af Írlandi og Bretlandi.



Hérna er kort sem sýnir aðeins staðsetningu. Neðst sést hvar Brest er þar sem þeir bíðu í smá tíma til að komast yfir Ermasundið. Síðan stoppuðu þeir í Wales, (nálægt Swansea). Þar fór Birgir í land og Arnar og Haraldur héldu áfram og komu í land nálægt Dublin. Síðan héldu þeir til Bangor sem er nálægt Belfast og þar koma Stig um borð.

Þeir eru lagðir af stað þaðan og ætla nýta sér norðurstraum til að komast enn norðar á Írlandi og koma aðeins í land í Ballycastle sem er eiginlega nyrst á Írlandi. Bíða af sér suðurstrauminn og versla og svoleiðis og nýta svo norðurstrauminn aftur á morgun og leggja í hann.

Bestu kveðjur
Magnea

Aftur orðnir þrír og að leggja í hann

Þá erum við aftur ornir þrír um borð og ákveðnir í að drífa okkur af stað. Í dag bættist hann Stígur í hópinn. Stefnan verður tekin til Ballycastle í nótt til að nota meðstraum. Þar ætlum við að taka olíu og bíða af okkur óhagstðan straum. Þaðan verður stefnan svo tekin á haf út, í veg fyrir það sem virðist ætla að verða hagstæður vindur, bæði í stefnu og styrk.

Smá tæknilegir örugleikar virtust vera að herja á plotterinn um borð en það leystist með svona 'púffi' aðeins þurfti að eyða einu plotti út úr djöfsa og hann hætti að frjósa og kom með villumeldingar. Svona er nú tæknin!!!

Komnir til Bangor við Belfast

Strákarnir hringdu núna um miðnættið og þá voru þeir komnir í höfn. Búnir að leggjast upp að "Konungi Ljónana" eða Lion King sem er stórt og fallegt seglskip. Þeir voru þreyttir, fengu brælu á móti sér eins og spáð var.

Þá er bara hvíla sig vel fyrir næsta legg, sem er líka lokaleggurinn :)

Bestu kveðjur
Magnea

laugardagur, maí 27, 2006

Góða ferð strákar!

Ég má til með að henda inn einu bloggi (þó svo að ég sé búin að yfirgefa ykkur). Frábært að heyra að það sé maður á leiðinni til ykkar til þess að taka stóra legginn. Þið hefðuð náttúrulega alveg klárað þetta tveir en það hefði kannsi orðið lítið um svefn en með þriðja mann þá ættu allir að geta sofið eitthvað og vonandi verður þetta ekki beiting alla leið heim líka - það er alveg komin nóg beiting í bili(ca. 450 mílur á beitingu er alveg nóg). Ég fer til CapeTown á morgun í þessa vinnuferð mína (sem ekki var hægt að fresta)og kem því til með að fylgjast með ykkur þaðan. Læt fylgja með þessu bloggi síðustu myndina sem tekin var á mína myndavél. Þarna erum við að sigla í Ermasundinu og undirritaður að stýra þar sem sjálfstýringin var bögguð. Þið takið þetta strákar - good sailing!

Kv, Biggi

Á leiðinni til Belfast

Þeir eru lagðir af stað til Belfast og reikna með að vera komnir þangað í fyrramálið. Þriðji maður í áhöfninna er væntanlegur þangað seinni partinn á morgun og þá á bara leggja í hann, bara halda af stað yfir Atlantshafið.

Spáin er góð, það á að koma hæð yfir Atlantshafið og þá verður logn í nokkra daga. Síðan á að koma lægðardrag með hagstæðri vindátt. Við vonum bara að það gangi eftir og þeim gangi vel að komast yfir.

Bestu kveðjur
Magnea

föstudagur, maí 26, 2006

Komnir til Dublin

Um kl 10 ad stadartima logdumst vid ad bryggju i Dun Laoghaire eda hvad sem thetta nu heitir. Megnid af nottinni var keyrt a vel i logni, en thegar lida for a morguninn baetti hressilega i vind og var tha haldid afram a vel og fokku. Thegar vid svo loks logdumst ad var kominn stifur kaldi. Samkvaemt oliumaeli tha er haegt ad keyra i um tvo solarhringa a tankinum a 2000 sn-min sem skila batnum afram a 6-7milna hrada. Thetta eru mikilsverdar upplysingar thegar halda a i langsiglingu.

Mikinn hluta naetur var svarta thoka og thvi vorum vid lengst af ferdar badir a utkikki. Vid erum thvi half rugladir nuna, thar sem hvorugur hefur sofid nokkud ad marki sidan kl 8 i gaermorgun...

fimmtudagur, maí 25, 2006

Sma vesen

Vid tofdumst i um halfan dag her i Milford Haven vegna sma vandamals. Sjalfstyringin var farin ad verda med einhverjar tikturur og thegar farid ver ad ga kom skyringin i ljos. Blessadir Frakkarnir i bataverksmidjunni gleimdu nefnilega ad kitta almennilega med festingu sem fer gegnum dekkid a batnum og thvi var thad ekki alveg thjett thegar agjofin lendir a thvi af fullu afli. Beint undir boltafjandanum er sma op a thili sem annars lokar rafmagnid af ad ofanverdu og beint undir opinu er svo heilinn fyrir sjalfstyringuna og... sjor+rafmagn=leidindi. #:-x

Thetta blasti ekki vid thvi heilinn er bak vid fastskrufad thil ad framanverdu sem plotter og talstod eru fest a.

Tahd er buid ad thjetta hinn grunada bolta, thrifa upp tengi, vatnsverja heilafjandann ef enn skyldi leka og prufukeyra draslid, sem virdist virka.

Nu erum vid ad gera okkur klara til ad fara hedan og verdur stefnan annad hvort tekin a Dublin eda jafnvel allt nordur til Belfast.

Bestu kvedjur til allra
Haraldur

miðvikudagur, maí 24, 2006

Komnir til Milford Haven

Tahd tok okkur um 36 tima ad sigla fra Brest hingad inn til MH. Thessi sigling var tekin an thess ad venda svo mikid sem einu sinni!!! Raunar erum vid i hofn adeins ofar sem heitir Nayland og er svona einn af thessum stodum sem madur myndi aldrei sja nema med svona ferdamata. Tahd sama a vid um Audierne i Frakklandi, en badir thessir stadir eru aldeilis otrulega sjarmerandi.

Annars erum vid i sannleika sagt drullufegnir ad vera sloppnir fra Frakklandi og komnir i menningarheim sem vid konnumst viud. Eg geri rad fyrir ad vid skrifum einhverntiman samantekt um samskipti okkar vid frakkana, en thau voru med nokkrum endemum...!

Megintilgangur komu okkar hingad inn var ad skila Birgi i land, en eins og fram hefur komid tharf hann ad snua til annarra verka innan orfarra daga. Vid Arnar munum halda afram og kanna med thridja manni leidinni (thjonnin her a veitingastadnum var naerri bitinn a agnid :-)

Nu verdur stefnan tekin nordur med Irlandi og sidan bedid faeris trulega i Bangor a N-Irlandi a ad skella ser lokalegginn. Undanfarnir dagar hafa verid agaetir aefingadagar, enda ymist siglt i miklum vindi eda ekkert yfir hofud. Lengst af hofum vid verid a stifri beitingu og thvi buid ad hrista batinn vel og vandlega og enn ekkert storvaegilegt hrunid sundur.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Gengur vel að komast yfir sundið.

Strákunum gengur vel að komast yfir Ermasundið :)
Um klukkan fjögur í dag (ísl tíma) áttu þeir einn þriðja eftir og reiknuðu með að vera komnir til Englands um kl 9, kl 23 á frönskum tíma. Svo verða þeir að skipta yfir í breskan tíma sem þýðir klukkustunda munur frá okkar tíma :)

Þeir reikna með að koma að landi í Wales í smá stopp og halda síðan bara áfram meðan þeir hafa góðan byr.

Bestu kveðjur
Magnea

mánudagur, maí 22, 2006

Yfir Ermasundið í fyrramálið :)

Strákarnir ætla að taka stefnuna til Írlands í fyrramálið. Veðurspár gefa vonir um tveggja daga smugu á milli lægða. Svo ég segi bara gangi ykkur vel elskurnar.

Bestu kveðjur
Magnea

Í Brest

Það var ekki laust við við vektum athygli í gær þegar við brunuðum inn í haugabrælu undir skær-appelsínugulum stormseglum, enda vorum við myndaðir í bak og fyrir. Eftir að loks hafði tekist að leggja upp að og binda bátinn með sam-evrópsku átaki (a.m.k. átta manns frá 3 eða 4 löndum) rigndi yfir okkur spurningum s.s:

You come from sea now, how much wind? Up to 43 knots (slagar í 9 vindstig). OOOuuuhhh, how big waves? About 3 meters- but constantly going bigger (þau hefðu reyndar trúað öllu varðandi ölduhæðina :-).
So where do you come from and where are you going. Iceland!?... (Það orsakar smá rugling að báturinn skuli vera undir bresku flaggi en með íslenskri áhöfn.)

Siðan var skipst á nýjustu veðurupplýsingum og spjallað um hitt og þetta tengt ferðaðaætlunum sem voru farnar í vaskinn sökum brælu (við erum sko ekkert einsdæmi á þessum slóðum þessa daganna) en loks létu menn undan síga fyrir særokinu, kvöddust og þökkuðu fyrir sig og hurfu niður í bátana sína.

Rokið hélt áfram í nótt og varð mönnum ekkert sérstaklega svefnsamt. Það á hins vegar eithvað að lægja í dag þannig að bát og búnaði ætti loks að vera orðið alveg óhætt.

Þó ekki sé búið að sigla bátnum nema hingað til Brest, er búið að taka alveg fjári hressilega á honum og verður að segjast að hann stendur sannarlega undir væntingum. Sjálfstýringin (þessi bilaða, munið þið #:-( er algert undratæki og stýrir alveg listilega við allar aðstæður enda höfum við varla snert á stýri síðan við lögðum af stað. Stormseglin fá líka fína einkunn eftir þessa fyrstu prufu.

sunnudagur, maí 21, 2006

Komnir til Brest!

Jæja Haraldur hringdi áðan og þá voru þeir komnir til Brest. Það datt í logn hjá þeim í gær og þá drifu þeir sig af stað. Þeir voru um 13 tíma á leiðinni og voru komnir með nokkuð stífan vind í bakið í lokin. En þeir fengu góða aðstoð við að binda bátinn og það veitti ekki af skildist mér.

Nú er haugasjór á Ermasundi núna og þeir ætla bara fara og skoða aðstæður og athuga hvort þeir finni ekki Netkaffi og svoleiðis og þá koma fréttir frá þeim beint og þá kannski myndir líka :)

Bestu kveðjur
Magnea

laugardagur, maí 20, 2006

Kort!



Brest er merkt þarna inn á og það er næsti viðkomustaður. Þeir eru ekki vissir hvert þeir fara síðan. Það kemur bara í ljós

Bestu kveðjur
Magnea

Þeir ætla að reyna halda áfram í nótt!

Ég frétti með krókaleiðum að þeir eru að hugsa um að reyna fara á stað í nótt og komst til Brest sem er við norðurströnd Frakklands.

Ég set inn meira ef ég heyri í þeim sjálfum í kvöld :)

Bestu kveðjur og áfram Finnland í Eurovision ;)

Magnea

föstudagur, maí 19, 2006

Stopp vegna braelu

Thad eru 6-8 vindstig og haugasjor her fyrir utan og vid komum okkur bara i land i bili. Spain er thannig ad vid aetlum ad reyna vid thetta annad kvold en tha er snuningur milli laegda. Verid getur ad stefnan verdi tekin a Falmotuh a Englandi ef okkur synist vid ekki na til Irlands adur en naesta laegd kemur med stifri NV att.



Skutan liggur yst og naest gardinum. Eins og sja ma brytur hressilega a grynningum fyrir utan

Bestu kvedjur
Strakarnir

fimmtudagur, maí 18, 2006

Komnir til Audierne - höfn 3

Skútan liggur nú við legubauju í höfninni við Audierne. Það er "bölvuð bræla" hjá þeim en samt gekk ferðin vel. Voru komnir þangaði um 9 í morgun og búnir að sofa síðan þá, því þótt það gengi ágætilega hjá þeim er það þreytandi fyrir mannskapinn að sigla á móti vindinum.

Nú á bara leggjast yfir veðurspá og hugsa um hvað skal gera næst. Það koma mögulega fréttir í kvöld.

Þangað til þá
Bestu kveðjur
Magnea

Staðsetning um miðjan dag 17. maí



Strákarnir voru komnir að höfn nr. 2 um miðjan dag í gær og stefndu á að vera komnir að höfn 3, Audierne um miðjan dag í dag. Sjá kort.
Svo fer það eftir veðurspá í dag hvernig framhaldið verður. Það er einhver bræla á svæðinu enn þeir voru að vona að það yrði gengið yfir þegar þeir ná Audierne og þá gætu þeir haldið beint áfram.

Ég átti að merkja staðsetninguna inn á kort og pósta hér inn en Google earth var ekki að hlýða mér almennilega í gærkvöldi. Fæ betri leiðbeiningar í dag og kem þá inn korti með nákvæmari staðsetningu.

Enn þeir voru bara kátir og nutu þess að sigla að vísu í mótvindi og akkúrat þegar ég heyrði í þeim sigldu þeir með vélarafli með nefið beint upp í vestan átt :)

Bestu kveðjur
Magnea

þriðjudagur, maí 16, 2006

Loksins, loksins lagðir af stað :)

Það voru reiðir og óþreyjufullir íslenskir karlmenn sem rífu bátinn með frekju af þessum fjandans Frökkum.

Frakkarnir komust það því að það var allt í lagi með þessa sjálfstýringu og töfin því óþörf. Strákarnir urðu því mjög reiðir þegar einn frakkinn kom og sagði þeim það. Þeir drífu sig því í að taka bátinn frá viðgerðarhöfninni til að ná á olíubryggjuna til að geta tekið olíu áður en olíusalan lokaði.

Þeir eru því lagðir af stað og stefna beint á Írland og ætla sér að sigla allan sólarhringinn, taka bara vaktir. Klukkan átta voru þeir bara rétt undan La Rochelle. Þeir hringja á morgun og láta vita nákvæma staðsetningu og þá mun ég setja niður punkt á kort og pósta það hérna inn. Svo fer það eftir veðurspá hvoru megin við Írland þeir sigla.

Bestu kveðjur
Magnea

mánudagur, maí 15, 2006

Brottför á morgun (7-9-13)

JÆJA...

Nú erum við að verða eins klárir til að fara og hægt er. Búið er að kaupa forláta þrýstipott, pönnu og ketil ásamt helling af mat sem hentar til svona ferðalaga, s.s. dósamat, beikonkurl, pasta, brauð sem geimist vel, súkkulaði og margt, margt fleira.

Búið er að reynslusigla bátnum um 50 sjómílur, leggjast við akkeri, setja upp belg og yfir höfuð prófa allt sem hægt er að prófa í þeim vindi sem hér hefur verið. Smá hnökrar hafa komið upp en ekkert stórvægilegt sem gæti seinkað enn fyrir okkur.

Belgurinn verðskuldar nokkur orð. Hann er þannig útbúinn að utan um hann er sokkur sem dreginn er upp til að opna belginn og niður til að loka honum. Skemmst er frá því að segja að þegar við vorum búnir að átta okkur á spottunum sem fylgja þessu systemi reyndist ekki meira mál að setja upp og fella belginn en að renna buxnaklauf upp og niður! Algjör snilld!!!

Í fyrramálið verður sprayhoodið sett upp og skipt um þetta gallaða sjálfsstýringarmótorhænsn, en til viðbótar þurfum við að fá hjá þeim eina fastblökk, sem reyndist ekki sem skildi (snýr öfugt). Síðan verður fyllt endanlega á olíutankana og lagt af stað strax og sjávarhæð leyfir.

Eins og fram hefur komið þá er meiningin að taka stefnuna beint til Írlands. Þar vitum við af islendingum á bát sem er einnig á leið til Íslands . Sá bátur er þessa stundina í Dublin að því að við vitum best og er að fikra sig milli hafna, norður eftir austurströnd Írlands. Meiningin er að hafa samband við hann á morgun og sjá hvernig honum hefur gengið (auðvitað erum við að hugsa um að reyna að ná honum eða vera á undan honum heim :-)

Myndir

baturinn ad innan




Myndn er tekin vid Ile de Aix. Tharna hentum vid ut akkeri og fengum okkur ad eta


Loggin synir 0.76 sjom. hrada en tharna lagum vid vid akkeri. Thetta er s.s. straumurinn

sunnudagur, maí 14, 2006

Endilega skrifa í gestabókin!

Það er augljóst að það eru nokkrir að skoða þessa síðu og við viljum endilega að þið kvittið í gestabók eða sendið kveðjur undir færslunum. Haraldur tengdi teljara við síðuna og því sést að það eru þó nokkuð margar heimsóknir á dag og frá fleiri stöðum í heiminum en Íslandi.

Það eru heimsóknir frá Frakklandi, auðvitað enn líka frá Ástralíu, Austurríki, Tyrkalandi, Bretlandi og fleira. Svo endilega láta vita hver þið eruð :)

Bestu kveðjur
Magnea

laugardagur, maí 13, 2006

Frágangur og undirbúningur í dag.

Strákarnir eyddu deginum í að undirbúa fleyið fyrir siglinguna. Það eru víst ótal handtök að standsetja svona nýjan bát. Enn planið er óbreytt, nýr mótor í sjálfstýringuna á að koma á þriðjudagsmorgun og þegar hann er komin á sinn stað leggja þeir í hann.

Enn á morgun ætla þeir í langa prufusiglingu og gista einhverstaðar á fallegum stað og koma síðan til LR á mánudagskvöld. Það er búið að benda þeim á fallega eyju suður af LR sem þeir voru að hugsa um að skoða.

Bestu kveðjur frá strákunum

Meiri fréttir annað kvöld.
Bestu kveðjur
Magnea

föstudagur, maí 12, 2006

Fluttir um borð :)

Nýjustu fréttir af strákunum eru þær að þeir eru að koma sér fyrir um borð í skútunni og munu sofa þar í nótt. Búið er að fara í prufusiglingu og þá kom allt mjög vel út fyrir utan að mótorinn í sjálfstýringunni var ekki að virka sem skildi. Þeir hjá Cap Atlanta ætluðu að redda því í einum grænum en fengu rangan mótor senda og því er ekki hægt að laga það fyrr en á þriðjudagsmorgun. Þeir munu því eyða næstu dögum í að prófa bátinn vel og vandlega og vera tilbúnir að leggja í hann á þriðjudaginn og taka stefnuna á Írland með kannski einu stoppi í Frakklandi.

Prufusiglingin gekk víst mjög vel, skútan rann vel og þeir sigldu á tvöföldum þeim meðalhraða sem þeir reiknuðu fyrirfram að ná. Haraldur lýsti þessu þannig að það væri eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að sigla þessari skútu, allt lék í höndunum á þeim. Þeir voru sem sagt óskaplega kátir með þetta og ætluðu að fara gæða sér á frönsku rauðvíni og ostum.

Gervihnattasíminn er komin í gagnið og því er hægt að ná í þá í gegnum hann. Meðan þeir eru þar sem gsm samband er notar síminn gsm kerfið en um leið og þeir sigla út úr gsm sambandinu tekir gervihnattasambandið við. Þannig eru þeir alltaf í sambandi :)

Fyrir hönd strákanna
Bestu kveðjur
Magnea

fimmtudagur, maí 11, 2006

La Rochelle - Reykjav�k

La Rochelle - Reykjav�k

Nú er allt saman að smella hjá okkur og Christofer ætlar aðafhenda okkur bátinn á morgun (þe. föstudag) og þá getum við flutt um borð. Síðan er ætlunin að fara í fyrstu reynslusiglinguna á laugardag. Þá kemur væntanlega í ljós hversu vel báturinn er uppsettur og hvort það er mikið sem þarf að stilla, laga og breyta. Planið okkar núna er síðan að fara í lengri prufusiglingu á sunnudag og mánudag hér eitthvert út í Biscay flóa til þess að ganga betur úr skugga um að báturinn sé í fullkomnu lagi. Ef eitthvað reynist ekki í lagi verðum við aftur hér í LaRochelle á þriðudag til þess að fá Chrisofer og Cap Atlantic til þess að redda því sem redda þarf, ella haldið beint heim á leið. Eftir það erum við lagðir af stað. Munum við fækka þeim viðkomustöðm sem við ætluðm okkur upphaflega að stoppa á. En leiðin breytist í sjálfu sér ekki neitt og ef eitthvað kemur upp á þá höfum við alltaf þessar hafnir upp á að hlaupa, sem voru í upprunalega planinu okkar.

Í raun erum við aðeins að upplifa 3. daga seinkun frá því sem við ráðgerðum og það má nú eiginlega telja allgott miðað við það að frakkalarfurinn taldi upphaflega að það væri e.t.v. hægt að ná þssu á 10 dögum...

Dagurinn í dag var frekar tíðndalítill, nema hvað það hvellsprekk á einu reiðjólinu og punkteraði á helvítis afturdekkinu á öðru. Við fórum í nokkrar sérverslanir í dag, en ein stóð uppúr. Það var koníaksbúðn. Þaðan fór enginn tómhentur út.

Við getum örugglega tekið að okkur fararstjórn hér í LaRochelle eða LR eins og heimamenn kalla þetta því við erum gjörsamlega búnir að skanna allan miðæin hátt og lágt bæð gangandi og hjólandi.

Nú sitjum við hér kl 21:20 úti undir berum himni með koníaksglas í annarri og skrifum þetta á ferðvél þar sem tölvurnar í netkaffinu eru með frönsk lyklaborð sem eru ekki eins og lyklaborð eru flest.




Myndir

Her ad nedan koma nokkrar myndir af batnum,



Batur og eigandi nokkrum minutum fyrir sjosetningu






Sjosetningin





Kominn a flot



og mastrid komid a

Eins og sja ma er thetta toluvert mikid skip og thad verdur ekket sma gaman ad fara i prufusiglinguna sem verdur a laugardaginn. Sidan verda sunnudagur og manudagur teknir til ad profa enn frekar og ef ekkert kemur uppa erum vid farnir.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Dagur 2 í La Rochelle

Eftir vægt áfall í gær að mæta á svæðið og báturinn algerlega óklár þá fengum við okkur reiðhjól á leigu og skoðuðum LaRochelle. Þetta er algjörlega frábær staður fyrir skútufólk. Hér eru tvær hafnir (gamla og nýja) og bátafjöldinn í þeiri nýju er 3500 stykki. Hér er lífið ekki saltfiskur heldur seglskútur þannig að hér er margt að skoða fyrir okkur.

Þegar við mættum til Cap Atlantic í gær þá kom í ljós að einhver stórkostlegur misskilningur hafði átt sér stað með dagsetningar og franski stjórinn þar sagði okkur strax að báturinn yrði ekki klár fyrr en eftir 3 vikur. Við vorum ekki alveg á þeim buxunum að samþykja það og sem betur fer er breti (Christofer) í vinnu hjá Cap Atlantic sem kann að láta hlutina gerast og hann fór strax í það að redda auka mannskap til að vinna í bátnum. Þegar við mættum í morgun að taka stoðuna hjá Cap Atlantic þá kom okkur þægilega á óvart að þeir voru komnir mun lengra en þeir sögðust geta gert í gær (t.d. voru þeir búnir að klára miðstoðina sem var í gærmorgun lágmark þriggja daga vinna). Í dag klukkan korter í fjögur var báturinn síðan sjósettur og mastrið sett upp. Þetta tók ekki nema cirka kroter.

Þetta er alveg gullfallegt skip. Þannig að ef vel gengur á morgun þá gætum við jafnvel flutt um borð annað kvöld. Þannig að við erum bara nokkuð bjartsýnir að báturinn gæti verið tilbúin til afendingar um helgina.

Þar sem þessi töf hefur orðið þá erum við að spá í að vera aðeins lengur hér í LaRochelle til þess að hafa aðgang að Cap Atlantic á meðan við erum að prufa bátinn og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Þegar allt er klár leggjum við í hann og þá lengjum við alla leggina og fækkum þeim stöðum sem við ætluðum upphaflega að stoppa á. Þannig vonumst við til með að geta vegið upp á móti þessu tímatapi sem við höfum orðið fyrir.

Við mætum á fund hjá Cap Atlantic í fyrramálið og fáum nýjustu fréttir um gang mála. Vonandi kemur það þægilega á óvart eins og í dag.

Thad fylgja ekki myndir med thessu bloggi en thad er verid ad vinna i theim malum...

kveðja frá stákunum í La Rochelle!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Fyrsti dagur i LaRochelle

Haedan er thad ad fraetta ad nyji baturinn hans Arnars er ekki tilbuinn uppsettur eins og buid var ad lofa. Brokerinn virdist hafa gefid uppsetningarfyrirtaekinu allt adra dqgsetningu heldur en 9. mai og thess vegna voru their ekkert ad flyta ser med batinn. Thad er nu all saman komid a fullt hja theim en thad er ljost ad vid leggjum ekki af stad fyrr en eftir einhverja daga. Vid attum nu alveg eins von a thvi ad thad yrdi einhver tof en ekki svona mikil. That a ad reyna ad setja a flot a morgun kl. 16. Vid vonum ad thad gangi og tha getum vid flutt um bord fljotlega.

kvedja,
Strakarnir

mánudagur, maí 08, 2006

Komnir til La Rochelle

Þá eru þeir komnir á fyrsta áfangastað, frekar þreyttir og svangir því leiðin frá flugvellinum í París og í réttu lestina gekk ekki alveg áfallalaust, en sú hrakfallasaga kemur síðar þegar drengirnir finna netkaffihús.
Þeir eru sem sagt komnir til La Rochelle, búnir að koma sér fyrir á gististað og voru að fara finna sér eitthvað gott að borða.
Á morgun vita þeir meira um bátinn þegar Arnar á að fá hann afhentann.

Bestu kveðjur
Magnea

sunnudagur, maí 07, 2006

Klárað að pakka

Nú er verið að klára að pakka og við reynum að gleyma engu sem máli skiptir. Auðvitað verður eitthvað eftir en við reddum því þá bara þarna úti. Ég viktaði farangurinn sem kominn var í gærkvöldi og þá voru þetta um 15 kg en síðan hefur eithvað bæst við. Það stefnir því ekki í mikla yfirvikt hjá mér a.m.k. Varla þarf að taka fram að ekki er mikið af samkvæmisfatnaði með í þetta skiptið heldur er þetta einhvern veginn svona: hlífðarföt, flíspeisur, stígvél, flísbuxur, ullarsokkar, flís-vettlingar, ullarnærföt, flotgallar, svefnpokar o.s. frv. o.s.frv. Svo læðast þarna með einhverjar snyrtivörur, sólvörn, myndavélar og þess háttar.

Flugið er kl 7:40 í fyrramálið þannig að maður þarf að fara að ljúka þessu pakki og slappa af. Síðan sendum við inn skeyti strax og við getum eftir að út er komið.

Haraldur

fimmtudagur, maí 04, 2006

Brennivín og ...?

Fyrir nokkru komumst við í samband við mann í La Rochelle sem hefur reynst okkur mikil hjálparhella. Frakka eins og þennan, sem talar ensku, er skipulagður og gengur hratt og örugglega til verks má samkvæmt reynslu Arnars, telja á fingrum annarar handar. Hlutdeild þeirra í þeim frakkahópi sem hann hefur til þessa haft samskipti við, hefur a.m.k. verið lág.

Okkur langar til að færa kalli eitthvað lítilræði fyrir alla aðstoðina. Íslenskt Brennivín er að sjálfsögðu á listanum en svo er spurning hvort við eigum nokkuð að vera að hrella hann með meiri íslenskum menningararfi...!

Þá stendur eftir spurningin:
Hvað á að færa einhverjum sem maður veit ekkert um og er þar að auki verið að bjóða upp á SVARTADAUÐA???

Haraldur

Það gat nú verið... :-(

Hin frábæra veðursíða theyr.net hefur lokað á ókeypis aðgang! NÚNA - RÉTT ÁÐUR EN VIÐ LEGGJUM AF STAÐ Í PROJECT LA ROCHELLE - REYKJAVÍK!!! -Hrummppf...- Ojæja, þá er bara að kaupa sér áskrift, 50 evrur á ári / 6,50 á mánuði ætti nú svo sem alveg að vera hægt.

Ég er samt svekktur ;-)
Haraldur

þriðjudagur, maí 02, 2006

Öryggismálin

Eitt af megin áhersluatriðunum við skipulagningu þessa leiðangurs eru öryggismálin, enda er yfir úthaf að fara. Allur hefðbundinn öryggisbúnaður verður um borð s.s. líflínur, björgunarbátur, blys, VHF talstöð, stormsegl og rekakkeri. Þessu til viðbótar koma vönduð siglingatæki ásamt auka GPS tæki. Til að fjarskiptin verði í sem bestu lagi verður einnig gervihnattarsími um borð.

Frá upphafi stefndum við að því að hafa björgunarflotgalla með í för, enda hafa þeir margsannað gildi sitt við afleitar aðstæður. Vegna þessa höfðum við samband við höfðingjana hjá Slysavarnarskóla sjómanna (Sæbjörgina), sem tóku erindi okkar sérlega vel og voru til í að lána okkur þrjá galla meðan á túrnum stæði. Færum við þeim okkar bestu þakkir.

Haraldur